Heilu hverfin sukku í for Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 07:00 Gríðarleg eyðilegging átti sér stað á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Vísir/Getty Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira