Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2018 20:30 Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira