Microsoft í samkeppni við Bose Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 11:09 Panos Panay, vörumerkjastjóri Microsoft, með nýju heyrnartólin. AP/Mary Altaffer Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1 Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1
Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira