Myndin mun taka fyrir fyrstu ár Cheney í stjórnmálum, tíma hans sem varaforseti Bush og aðkomu hans að ýmsum umdeildum málum. Þar má nefna Íraksstríðið og atvikið þar sem Cheney skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni.
Sam Rockwell leikur Bush, Amy Adams leikur eiginkonu Cheney, Lynne og Steve Carell leikur Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bush.