Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:51 Andreas Norlén þingforseti og Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna. Vísir/EPA Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Frá þessu greindi Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, í dag. Norlén segir Kristersson hafa meirihluta á þingi á bakvið sig sem er á því að hann eigi að fá tækifæri til að mynda nýja stjórn, auk þess að hann leiddi bandalagið sem kom fyrri ríkisstjórn frá. Ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt Svíþjóð síðustu fjögur árin. Kristersson hefur nú tvær vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén segir að þeir Kristersson muni ræða saman að viku liðinni hvernig stjórnarmyndun miðar áfram. Norlén segir að hann fer einungis fram á að mynduð verði stjórn sem meirihluti þings muni verja vantrausti. Þingið mun svo greiða atkvæði um Kristersson og stjórn hans. Náist ekki meirihluti á þinginu mun þingforsetinn aftur ræða við leiðtoga flokkanna og svo í kjölfarið fela öðrum að reyna að mynda stjórn. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, sem forsetinn hefur tilnefnt, í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga.Uppfært 14:05: Kristersson sagði á blaðamannafundi klukkan 14 að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda stjórn borgaralegu flokkanna. Hann viðurkennir að staðan sé mjög erfið en hann telur að hægt sé að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að ræða við leiðtoga borgaralegu flokkanna sem og Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna. Kristersson segist ekki ætla að ræða við Jimmie Åkesson, formann Svíþjóðardemókrata, eins og staðan er nú. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Frá þessu greindi Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, í dag. Norlén segir Kristersson hafa meirihluta á þingi á bakvið sig sem er á því að hann eigi að fá tækifæri til að mynda nýja stjórn, auk þess að hann leiddi bandalagið sem kom fyrri ríkisstjórn frá. Ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt Svíþjóð síðustu fjögur árin. Kristersson hefur nú tvær vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén segir að þeir Kristersson muni ræða saman að viku liðinni hvernig stjórnarmyndun miðar áfram. Norlén segir að hann fer einungis fram á að mynduð verði stjórn sem meirihluti þings muni verja vantrausti. Þingið mun svo greiða atkvæði um Kristersson og stjórn hans. Náist ekki meirihluti á þinginu mun þingforsetinn aftur ræða við leiðtoga flokkanna og svo í kjölfarið fela öðrum að reyna að mynda stjórn. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, sem forsetinn hefur tilnefnt, í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga.Uppfært 14:05: Kristersson sagði á blaðamannafundi klukkan 14 að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda stjórn borgaralegu flokkanna. Hann viðurkennir að staðan sé mjög erfið en hann telur að hægt sé að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að ræða við leiðtoga borgaralegu flokkanna sem og Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna. Kristersson segist ekki ætla að ræða við Jimmie Åkesson, formann Svíþjóðardemókrata, eins og staðan er nú.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31