Ívar: Kannski óraunhæft að spá heimaleikjarétti en ætlum í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 15:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05. Dominos-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05.
Dominos-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira