Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2018 14:06 Umfangsmikil leit stóð yfir að Janne Jemtland í nokkra daga eftir að tilkynnt var um hvarf hennar. Lík hennar fannst svo 13. janúar. Norska lögreglan/Getty Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína Janne til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. Hann á svo að hafa varpað líki hennar út í ána Glomma. Í ákæru segir að hinn 47 ára Svein hafi skotið 36 ára eiginkonu sína í höfuðið. Verdens Gang hefur eftir lögmanni Svein að hann neiti sök í málinu. Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót. Svein og Janne Jemtland höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómtra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld. Þau tóku leigubíl saman heim um klukkan tvö eftir miðnætti. Svein tilkynnti sjálfur um hvarf eiginkonu sinnar.Umfangsmikil leitDagana eftir hvarfið fór fram umfangsmikil leit að Janne. Þann 4. janúar síðastliðinn fann lögregla blóð úr Janne á Fagerlundvegen í Brumunddal eftir ábendingu frá vegfaranda. Blóð úr Janne fannst svo einnig um hálfum kílómetra frá fyrri staðnum. Lík hennar fannst svo í ánni Glomma við Eidfoss-brúna þann 13. janúar, um áttatíu kílómetrum frá heimili þeirra. Á eiginmaðurinn að hafa fest rafhlöðu við líkið í þeim tilgangi að láta það sökkva til botns. Verdens Gang segir Svein hafa viðurkennt að hafa átt þátt í dauða Janne en að um óhapp hafi verið að ræða.Í frönsku útlendingahersveitinni Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Heiðmerkur eftir þrjár vikur. Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Telja sig vita hvernig Janne lést Norska lögreglan telur sig vita hvernig Janne Jamtland lést. Talið er að lík hennar hafi fundist í gær. 14. janúar 2018 14:12 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína Janne til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. Hann á svo að hafa varpað líki hennar út í ána Glomma. Í ákæru segir að hinn 47 ára Svein hafi skotið 36 ára eiginkonu sína í höfuðið. Verdens Gang hefur eftir lögmanni Svein að hann neiti sök í málinu. Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót. Svein og Janne Jemtland höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómtra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld. Þau tóku leigubíl saman heim um klukkan tvö eftir miðnætti. Svein tilkynnti sjálfur um hvarf eiginkonu sinnar.Umfangsmikil leitDagana eftir hvarfið fór fram umfangsmikil leit að Janne. Þann 4. janúar síðastliðinn fann lögregla blóð úr Janne á Fagerlundvegen í Brumunddal eftir ábendingu frá vegfaranda. Blóð úr Janne fannst svo einnig um hálfum kílómetra frá fyrri staðnum. Lík hennar fannst svo í ánni Glomma við Eidfoss-brúna þann 13. janúar, um áttatíu kílómetrum frá heimili þeirra. Á eiginmaðurinn að hafa fest rafhlöðu við líkið í þeim tilgangi að láta það sökkva til botns. Verdens Gang segir Svein hafa viðurkennt að hafa átt þátt í dauða Janne en að um óhapp hafi verið að ræða.Í frönsku útlendingahersveitinni Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Heiðmerkur eftir þrjár vikur.
Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Telja sig vita hvernig Janne lést Norska lögreglan telur sig vita hvernig Janne Jamtland lést. Talið er að lík hennar hafi fundist í gær. 14. janúar 2018 14:12 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24
Telja sig vita hvernig Janne lést Norska lögreglan telur sig vita hvernig Janne Jamtland lést. Talið er að lík hennar hafi fundist í gær. 14. janúar 2018 14:12
Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58