Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 21:00 Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski. Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski.
Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira