Höfuðborgarbúar nota heitt vatn sem aldrei fyrr Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 14:57 Þegar kalt er í veðri og stormur úti þykir gott að nota heitt vatn. Getty/Sonja Kury Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram Neytendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram
Neytendur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira