Hinsti pistill Khashoggi birtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 08:27 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila