Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2018 07:00 Kjósa má um öflugra eftirlit í helstu úthverfum. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Borgarbúar ganga nú til kosninga á vefnum hverfidmitt.is um ýmsar framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur en þetta er í sjöunda sinn sem slík íbúakosning fer fram á vegum borgarinnar. Borgin leggur 450 milljónir til verkefnisins í ár og hefur þeirri fjárhæð verið skipt á milli hverfana eftir fjölda íbúa. Íbúar sem eru eða verða 15 ára á árinu hafa kosningarétt en hingað til hefur aldurstakmarkið verið 16 ár. Forval verkefna hefur þegar farið fram og kosið er á milli verkefna sem komust í gegnum fyrri síu. Meðal verkefna sem kjósa má um í flestum hverfum eru gönguþveranir gatna, vatnspóstar, endurbætur á göngustígum, leik- og sparkvöllum, fjölnota hreysti- og klifursvæði, þurrgufuböð við sundlaugar, nýjar ruslafötur og fleira. Auk framangreindra verkefna gefst íbúum í Grafarvogi kostur á að kjósa um rafræna vöktun við innganga í hverfið sem kosta myndi 33 milljónir, íbúar í Vesturbænum geta kosið um hundagerði við Vesturbæjarlaug fyrir 4 milljónir og Árbæingar gætu varið sömu fjárhæð í deilihjólastæði. Snjallvæðing Breiðhyltinga vekur athygli en þeir gætu kosið sér hleðsluskápa fyrir snjalltæki og snjallbekki til að setjast á meðan hlaðið er. Íbúar Grafarholts geta kosið sér meira skjól með auknu fé til gróðursetninga og íbúar Hlíða kosið bætt aðgengi að stríðsminjum í Öskjuhlíð og tjörn á Klambratúni. Kjalnesingar kosið að virkja vindinn með vindmyllu fyrir 4 milljónir. Þeir eiga þess einnig kost að auka rafræna vöktun í sínu hverfi líkt og Grafarvogsbúar. Kosningin hófst í gær og fer fram á vefnum hverfidmitt.is. Íbúar hafa allan októbermánuð til að kjósa.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði