Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2018 21:57 Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00