Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58