Alfreð hefur engin áform um að yfirgefa Augsburg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:33 Alfreð líður vel í Þýskalandi. Vísir „Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu." Þýski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
„Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu."
Þýski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira