Alfreð hefur engin áform um að yfirgefa Augsburg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:33 Alfreð líður vel í Þýskalandi. Vísir „Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu." Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
„Mér líður mjög vel hjá Augsburg," segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem var lengi frá vegna meiðsla. Hann segist hafa skýr markmið og að hann sé ekki á förum frá Þýskalandi. Eftir erfið meiðsli hefur Alfreð Finnbogason komið sterkur til baka í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum. „Ég var mjög hungraður, ég verð að viðurkenna það. Bæði að koma til baka fyrir félagsliðið og landsliðið. Það var erfitt að horfa á landsliðið standa sig illa og maður var því miður bara uppi í sófa," segir Alfreð en Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.„Félagsliðið byrjaði ágætlega en ekkert sérstaklega og mig langaði að sanna mig enn og aftur og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal." Alfreð segir að auðvitað kitli það að reyna fyrir sér í öðru landi en Þýskalandi en það sé ekki á dagskrá. „Ég er búinn að vera hér í tvö og hálft og ég held að það segi sína sögu, að mér líði vel hérna. Maður á aldrei að bera vanvirðingu fyrir því liði eða þeim stað sem maður er á. Maður er hérna af einhverri ástæðu og ég er mjög sáttur, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi hérna. Ég er að spila í einni af bestu deildum heims og er bara mjög rólegur hvað allt það varðar." „Þegar ég er nýkominn til baka úr meiðslum er minn hugur bara að njóta, að njóta þess að vera inni á vellinum þar sem mér líður best. Ef maður gerir það og stendur sig vel þá gerast hlutirnir sjálfkrafa." Alfreð hefur hins vegar skýra sín á framtíðina. "Ég á alveg einhver markmið sem ég á eftir að ná og langar að upplifa á mínum ferli. Þegar ég kom til Augsburg var mitt markmið að festa mig í sessi og þetta er sá klúbbur sem ég hef verið hvað lengst hjá á mínum ferli. "Þetta er góður staður til að vera á, góð deild og flottur staður og ég er vel metinn hjá félaginu. Ég held að það sé ekki hægt að setja neitt verð á að vera í svoleiðis stöðu."
Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira