Óvænt barátta um Texas Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2018 21:30 Fjölmargir í Texas vilja sjá Beto O'Rourke í öldungadeildinni. Ted Cruz mælist þó enn vinsælli. EPA/Larry W. Smith Demókratar hafa í undanförnum kosningum ítrekað rennt hýru auga til Texas og dreymt um að snúa þessu næststærsta og næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna á sitt band. Stærstu borgir ríkisins, Houston, Austin, Dallas, San Antonio og El Paso, má nú þegar flokka sem bláar [venjulega er talað um svæði sem blá eða rauð með vísan í einkennisliti flokkanna tveggja]. En helsti þátturinn í því að Demókratar sjá fyrir sér sigur í Texas er sá að þar býr mikill fjöldi rómanskættaðra íbúa. Þeim fjölgar einnig ört og stefnir í að þeir verði fleiri en hvítir Texas-búar. Hins vegar ber að taka tillit til þess að í síðustu kosningum kusu um fjörutíu prósent rómanskættaðra Ted Cruz. Ekki er útlit fyrir að draumur Demókrata rætist í þetta sinn enda eru um 16,9 prósentustigum fleiri Repúblikanar í Texas en að meðaltali í landinu sem heild. Cruz vann góðan sigur á Donald Trump forseta í Texas í forkosningunum 2016 og stefna Repúblikana er vinsæl í ríkinu. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á könnunum, svipuðum kosningum, sögunni, fjáröflun og mati sérfræðinga, hafði Demókratinn Beto O’Rourke einungis 22 prósenta sigurlíkur en Repúblikaninn Ted Cruz 78 prósenta líkur þegar fréttin var skrifuð. Sé einungis horft til skoðanakannana mælist Cruz með 51,9 prósenta fylgi samkvæmt vegnu meðaltali en O’Rourke 46,6 prósent. Bilið hefur breikkað undanfarna daga. En Demókratar gera sér samt vonir um að O’Rourke verði fyrsti öldungadeildarþingmaður Demókrata í Texas frá því að Bob Krueger tók við af Lloyd Bentsen í hálft ár fram að kosningum 1993 þegar Bentsen varð fjármálaráðherra Bills Clinton forseta.Beto sagður næsti Kennedy Það er óhætt að segja að Robert Francis O’Rourke, kallaður Beto, sé gæddur miklum persónutöfrum og hefur honum ítrekað verið líkt við John F. Kennedy. Hann hefur rekið jákvæða kosningabaráttu, sést klappa kanínum, spilaði í pönkhljómsveit á yngri árum og heldur baráttufundi sína á skokkinu með óákveðnum kjósendum. Þetta hefur aflað honum mikilla vinsælda á landsvísu, mikilla peninga í kosningasjóðinn og hefur hann meira að segja verið orðaður við forsetaframboð árið 2020, takist honum ekki að vinna sigur í nóvember. O’Rourke er sitjandi þingmaður í fulltrúadeildinni og var áður borgarfulltrúi í El Paso. Þótt hann berjist nú um atkvæði í íhaldssömu fylki hefur hann verið óhræddur við að standa fast á skoðunum sínum. Framboð O’Rourkes greindi frá því í gær að fjáröflunarmet hefði verið slegið. Framboðið, sem neitar að taka við styrkjum frá efnafólki og stórfyrirtækjum, hefði safnað 38,1 milljón dala á síðustu þremur mánuðum. Því má áætla að framboðið hafi nóg á milli handanna á lokasprettinum.Frjálslyndur í íhaldsríki Þannig hefur O’Rourke til að mynda gert meinta kynþáttafordóma lögreglumanna og ofbeldi þeirra gegn svörtum Bandaríkjamönnum að einu af leiðarstefjum kosningabaráttu sinnar. Einnig hefur hann talað fyrir hertri skotvopnalöggjöf, lögleiðingu kannabisefna og andstöðu við brottvísanir ólöglegra innflytjenda og fyrirhugaðan landamæravegg Donalds Trump forseta. Stundum er ekki annað hægt en að raula lag hins ástralska Geoffs Mack, I’ve Been Everywhere, þegar hlýtt er á ræður O’Rourkes. Hann hefur nefnilega gert það að umtalsefni trekk í trekk að hann hafi ferðast til hverrar einustu sýslu í Texas. Allra 254. Þetta segist O’Rourke hafa gert til þess að sýna fram á að hann vilji þjóna öllum Texasbúum.Maybe Beto can’t debate Ted Cruz because he already had plans... pic.twitter.com/LdqKTh3yK4 — Texas GOP (@TexasGOP) August 28, 2018 O’Rourke var á árum áður handtekinn fyrir ölvunarakstur, þó ekki sakfelldur, og samkvæmt lögregluskýrslu reyndi hann að flýja vettvang. Þegar hann var spurður um þetta í kappræðunum baðst hann afsökunar, sagðist hafa fengið annað tækifæri en neitaði því að hafa flúið vettvang. Þannig var hann í beinni mótsögn við lögregluskýrslu og laug, að mati The Washington Post.Cruz sé fjarverandi Þótt Cruz hafi án nokkurs vafa skotið oftar á O’Rourke en öfugt hefur Demókratinn ekki hlíft Repúblikananum alfarið við gagnrýni. Þegar hann minntist á ferðalög sín um sýslur Texas í kappræðum frambjóðenda í september sagði hann að öfugt við sig væri Cruz alltaf fjarverandi. „Fáeinum mánuðum eftir að þið kusuð síðast var Ted Cruz farinn frá Texas. Hann heimsótti allar 99 sýslur Iowa. Hann ferðaðist um forkosningaríki Repúblikana í stað þess að vera hér. Hann þvingaði fram stöðvun hjá alríkisstofnunum í sextán daga árið 2013 því honum fannst of margir Bandaríkjamenn fá gjaldfrjálsa heilbrigðisaðstoð.“ Rafael Edward Cruz, kallaður Ted, er öllu þekktari en O’Rourke. Enda var hann sá maður sem komst næst því að veita Trump raunverulega samkeppni í forkosningum Repúblikana árið 2016. Cruz er harður íhaldsmaður, heittrúaður og klókur. Hann hefur jafnvel staðið svo fast á skoðunum sínum að Lindsey Graham, samflokksmaður hans í öldungadeildinni, sagði eitt sinn að þingmaður gæti myrt Cruz á gólfi öldungadeildarinnar fyrir framan alla en samt myndi enginn greiða atkvæði með sakfellingu morðingjans. Cruz fæddist bandarískri konu og kúbverskum föður í Kanada. Hann hefur setið í öldungadeildinni fyrir Texas frá árinu 2013 og er kenndur við Teboðshreyfinguna svokölluðu. Áður var hann ríkissaksóknari Texas í fimm ár.Ekkert frjálslyndi í Texas „Ef þú vilt bjóða þig fram í Texas, geturðu ekki verið frjálslyndur,“ mátti heyra í stuttu lagi sem framboð Cruz gaf út snemma í kosningabaráttunni. Þótt lagið hafi kannski ekki verið sérstaklega gott er mikið til í þessum málflutningi og litast boðskapur Cruz af því. Cruz er andvígur réttinum til þungunarrofs, vill lækka skatta töluvert og halda heilbrigðiskerfinu í höndum einkaaðila. Hann hefur sagst opinn fyrir lögleiðingu kannabisefna og hlynntur dauðarefsingu. Vill ekki herða byssulöggjöfina og er harður andstæðingur þess að heimila ólöglegum innflytjendum að vera áfram í Bandaríkjunum eða gefa þeim færi á því að fá ríkisborgararétt.Segir O’Rourke of róttækan Cruz kom því skýrt frá sér í kappræðum frambjóðenda að honum þætti O’Rourke róttækur öfgamaður. „Öfgavinstrimenn eru fullir af orku, reiðir og jafnvel hatursfullir. Nú erum við að sjá milljónir Bandaríkjadala streyma til O’Rourkes frá fólki utan ríkisins. Hann hefur öfgavinstrisinnaða stefnu, er lengra til vinstri en Elizabeth Warren og Bernie Sanders,“ sagði Cruz til að mynda og bætti því við að O’Rourke væri opinn fyrir því að leggja útlendingaeftirlitið niður og ákæra Trump til embættismissis. Einnig hefur Cruz gert grín að því að O’Rourke kalli sig Beto, til að mynda í laginu sem áður var nefnt. O’Rourke er af írskum ættum, alls ekki rómönskum, og hefur það því komið spánskt fyrir sjónir að hann noti rómanskt gælunafn. Sjálfur segir O’Rourke að nafnið hafi hann fengið á barnsaldri í borginni El Paso, þar sem flestir vinir hans voru af rómönskum uppruna. Chris Cuomo, fréttamaður á CNN, spurði Cruz í viðtali hver munurinn væri á því að O’Rourke kallaði sig Beto og Cruz kallaði sig Ted. Svaraði Cruz því þá að að lagið væri bara grín, menn þyrftu að hafa húmor fyrir svona löguðu. Bandarísku þingkosningarnar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Demókratar hafa í undanförnum kosningum ítrekað rennt hýru auga til Texas og dreymt um að snúa þessu næststærsta og næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna á sitt band. Stærstu borgir ríkisins, Houston, Austin, Dallas, San Antonio og El Paso, má nú þegar flokka sem bláar [venjulega er talað um svæði sem blá eða rauð með vísan í einkennisliti flokkanna tveggja]. En helsti þátturinn í því að Demókratar sjá fyrir sér sigur í Texas er sá að þar býr mikill fjöldi rómanskættaðra íbúa. Þeim fjölgar einnig ört og stefnir í að þeir verði fleiri en hvítir Texas-búar. Hins vegar ber að taka tillit til þess að í síðustu kosningum kusu um fjörutíu prósent rómanskættaðra Ted Cruz. Ekki er útlit fyrir að draumur Demókrata rætist í þetta sinn enda eru um 16,9 prósentustigum fleiri Repúblikanar í Texas en að meðaltali í landinu sem heild. Cruz vann góðan sigur á Donald Trump forseta í Texas í forkosningunum 2016 og stefna Repúblikana er vinsæl í ríkinu. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á könnunum, svipuðum kosningum, sögunni, fjáröflun og mati sérfræðinga, hafði Demókratinn Beto O’Rourke einungis 22 prósenta sigurlíkur en Repúblikaninn Ted Cruz 78 prósenta líkur þegar fréttin var skrifuð. Sé einungis horft til skoðanakannana mælist Cruz með 51,9 prósenta fylgi samkvæmt vegnu meðaltali en O’Rourke 46,6 prósent. Bilið hefur breikkað undanfarna daga. En Demókratar gera sér samt vonir um að O’Rourke verði fyrsti öldungadeildarþingmaður Demókrata í Texas frá því að Bob Krueger tók við af Lloyd Bentsen í hálft ár fram að kosningum 1993 þegar Bentsen varð fjármálaráðherra Bills Clinton forseta.Beto sagður næsti Kennedy Það er óhætt að segja að Robert Francis O’Rourke, kallaður Beto, sé gæddur miklum persónutöfrum og hefur honum ítrekað verið líkt við John F. Kennedy. Hann hefur rekið jákvæða kosningabaráttu, sést klappa kanínum, spilaði í pönkhljómsveit á yngri árum og heldur baráttufundi sína á skokkinu með óákveðnum kjósendum. Þetta hefur aflað honum mikilla vinsælda á landsvísu, mikilla peninga í kosningasjóðinn og hefur hann meira að segja verið orðaður við forsetaframboð árið 2020, takist honum ekki að vinna sigur í nóvember. O’Rourke er sitjandi þingmaður í fulltrúadeildinni og var áður borgarfulltrúi í El Paso. Þótt hann berjist nú um atkvæði í íhaldssömu fylki hefur hann verið óhræddur við að standa fast á skoðunum sínum. Framboð O’Rourkes greindi frá því í gær að fjáröflunarmet hefði verið slegið. Framboðið, sem neitar að taka við styrkjum frá efnafólki og stórfyrirtækjum, hefði safnað 38,1 milljón dala á síðustu þremur mánuðum. Því má áætla að framboðið hafi nóg á milli handanna á lokasprettinum.Frjálslyndur í íhaldsríki Þannig hefur O’Rourke til að mynda gert meinta kynþáttafordóma lögreglumanna og ofbeldi þeirra gegn svörtum Bandaríkjamönnum að einu af leiðarstefjum kosningabaráttu sinnar. Einnig hefur hann talað fyrir hertri skotvopnalöggjöf, lögleiðingu kannabisefna og andstöðu við brottvísanir ólöglegra innflytjenda og fyrirhugaðan landamæravegg Donalds Trump forseta. Stundum er ekki annað hægt en að raula lag hins ástralska Geoffs Mack, I’ve Been Everywhere, þegar hlýtt er á ræður O’Rourkes. Hann hefur nefnilega gert það að umtalsefni trekk í trekk að hann hafi ferðast til hverrar einustu sýslu í Texas. Allra 254. Þetta segist O’Rourke hafa gert til þess að sýna fram á að hann vilji þjóna öllum Texasbúum.Maybe Beto can’t debate Ted Cruz because he already had plans... pic.twitter.com/LdqKTh3yK4 — Texas GOP (@TexasGOP) August 28, 2018 O’Rourke var á árum áður handtekinn fyrir ölvunarakstur, þó ekki sakfelldur, og samkvæmt lögregluskýrslu reyndi hann að flýja vettvang. Þegar hann var spurður um þetta í kappræðunum baðst hann afsökunar, sagðist hafa fengið annað tækifæri en neitaði því að hafa flúið vettvang. Þannig var hann í beinni mótsögn við lögregluskýrslu og laug, að mati The Washington Post.Cruz sé fjarverandi Þótt Cruz hafi án nokkurs vafa skotið oftar á O’Rourke en öfugt hefur Demókratinn ekki hlíft Repúblikananum alfarið við gagnrýni. Þegar hann minntist á ferðalög sín um sýslur Texas í kappræðum frambjóðenda í september sagði hann að öfugt við sig væri Cruz alltaf fjarverandi. „Fáeinum mánuðum eftir að þið kusuð síðast var Ted Cruz farinn frá Texas. Hann heimsótti allar 99 sýslur Iowa. Hann ferðaðist um forkosningaríki Repúblikana í stað þess að vera hér. Hann þvingaði fram stöðvun hjá alríkisstofnunum í sextán daga árið 2013 því honum fannst of margir Bandaríkjamenn fá gjaldfrjálsa heilbrigðisaðstoð.“ Rafael Edward Cruz, kallaður Ted, er öllu þekktari en O’Rourke. Enda var hann sá maður sem komst næst því að veita Trump raunverulega samkeppni í forkosningum Repúblikana árið 2016. Cruz er harður íhaldsmaður, heittrúaður og klókur. Hann hefur jafnvel staðið svo fast á skoðunum sínum að Lindsey Graham, samflokksmaður hans í öldungadeildinni, sagði eitt sinn að þingmaður gæti myrt Cruz á gólfi öldungadeildarinnar fyrir framan alla en samt myndi enginn greiða atkvæði með sakfellingu morðingjans. Cruz fæddist bandarískri konu og kúbverskum föður í Kanada. Hann hefur setið í öldungadeildinni fyrir Texas frá árinu 2013 og er kenndur við Teboðshreyfinguna svokölluðu. Áður var hann ríkissaksóknari Texas í fimm ár.Ekkert frjálslyndi í Texas „Ef þú vilt bjóða þig fram í Texas, geturðu ekki verið frjálslyndur,“ mátti heyra í stuttu lagi sem framboð Cruz gaf út snemma í kosningabaráttunni. Þótt lagið hafi kannski ekki verið sérstaklega gott er mikið til í þessum málflutningi og litast boðskapur Cruz af því. Cruz er andvígur réttinum til þungunarrofs, vill lækka skatta töluvert og halda heilbrigðiskerfinu í höndum einkaaðila. Hann hefur sagst opinn fyrir lögleiðingu kannabisefna og hlynntur dauðarefsingu. Vill ekki herða byssulöggjöfina og er harður andstæðingur þess að heimila ólöglegum innflytjendum að vera áfram í Bandaríkjunum eða gefa þeim færi á því að fá ríkisborgararétt.Segir O’Rourke of róttækan Cruz kom því skýrt frá sér í kappræðum frambjóðenda að honum þætti O’Rourke róttækur öfgamaður. „Öfgavinstrimenn eru fullir af orku, reiðir og jafnvel hatursfullir. Nú erum við að sjá milljónir Bandaríkjadala streyma til O’Rourkes frá fólki utan ríkisins. Hann hefur öfgavinstrisinnaða stefnu, er lengra til vinstri en Elizabeth Warren og Bernie Sanders,“ sagði Cruz til að mynda og bætti því við að O’Rourke væri opinn fyrir því að leggja útlendingaeftirlitið niður og ákæra Trump til embættismissis. Einnig hefur Cruz gert grín að því að O’Rourke kalli sig Beto, til að mynda í laginu sem áður var nefnt. O’Rourke er af írskum ættum, alls ekki rómönskum, og hefur það því komið spánskt fyrir sjónir að hann noti rómanskt gælunafn. Sjálfur segir O’Rourke að nafnið hafi hann fengið á barnsaldri í borginni El Paso, þar sem flestir vinir hans voru af rómönskum uppruna. Chris Cuomo, fréttamaður á CNN, spurði Cruz í viðtali hver munurinn væri á því að O’Rourke kallaði sig Beto og Cruz kallaði sig Ted. Svaraði Cruz því þá að að lagið væri bara grín, menn þyrftu að hafa húmor fyrir svona löguðu.
Bandarísku þingkosningarnar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira