Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:15 Síðan sýnir laun landsmanna árið 2016. Fréttablaðið/Stefán Til skoðunar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Ríkisskattstjóra (RSK) hvort vefsíða sem birtir upplýsingar um laun landsmanna starfi í samræmi við lög og reglur. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Vefsíðan tekjur.is fór í loftið í gær en þar er hægt að fletta upp upplýsingum um laun allra Íslendinga, sem náð hafa fjárræðisaldri, fyrir árið 2016. Upplýsingarnar á síðunni byggjast ekki á álagningarskrá RSK heldur skattskrá en hún inniheldur álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda eftir að leyst hefur verið úr öllum kærum sem berast vegna álagningarskrár. Upplýsingarnar á síðunni sýna því ekki tekjur síðasta árs heldur ársins 2016. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta er ekki á vegum RSK og okkur algjörlega óviðkomandi,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum líkt og flestir aðrir. Aðspurður hvort vinnsla sem þessi úr skattskrá sé heimil segir Snorri að það sé í skoðun. Það liggi fyrir í tekjuskattslögum að opinber birting á upplýsingum um álagða skatta samkvæmt skattskrá sé heimil en ekki liggi ljóst fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Þá þurfi einnig að skoða málið í samhengi við nýju persónuverndarlögin, GDPR, sem tóku gildi á árinu. Að auki þurfi að skoða birtingarháttinn en netið var ekki í huga þingsins árið 1984 þegar lögin voru sett. Mál er varða birtingu álagningar- og skattskrár hafa bæði ratað til eftirlitsstofnana sem og dómstóla. Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 1995 kom meðal annars fram að „ótvírætt og óumdeilt“ væri að heimilt væri að birta upplýsingar úr skattskrá. Aðrar reglur giltu hins vegar um álagningarskrár. Árið 2013 komst PSV síðan að þeirri niðurstöðu að CreditInfo væri óheimilt að afrita upplýsingar úr skattskrá með það að markmiði að selja áskrifendum sínum upplýsingarnar. Í gegnum tíðina hafa skattskrár síðan verið gefnar út á bókarformi en téðir útgefendur hafa getað farið til RSK, fengið skrána afhenta, afritað hana og gefið út.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Við höfum fengið ábendingar um þessa síðu og er kunnugt um hana. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Það þurfa að vera til staðar skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri PSV. Félagið Viskubrunnur ehf. stendur að baki síðunni en félagið var upphaflega í eigu KPMG Legal, dótturfyrirtækis KPMG. Í svari frá fyrirtækinu segir að KPMG stofni félög og selji þau viðskiptavinum og Viskubrunnur sé slíkt félag. Eftir að söluna beri KPMG enga ábyrgð. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Jón Ragnar Arnarson, stjórnarmann Viskubrunns og starfsmann A4, og Víði Pétursson, varamann í stjórn, prókúruhafa félagsins og útgefanda þingeyska miðilsins Skarps, bæði í síma og með tölvupósti. Engin svör fengust. Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Til skoðunar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Ríkisskattstjóra (RSK) hvort vefsíða sem birtir upplýsingar um laun landsmanna starfi í samræmi við lög og reglur. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Vefsíðan tekjur.is fór í loftið í gær en þar er hægt að fletta upp upplýsingum um laun allra Íslendinga, sem náð hafa fjárræðisaldri, fyrir árið 2016. Upplýsingarnar á síðunni byggjast ekki á álagningarskrá RSK heldur skattskrá en hún inniheldur álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda eftir að leyst hefur verið úr öllum kærum sem berast vegna álagningarskrár. Upplýsingarnar á síðunni sýna því ekki tekjur síðasta árs heldur ársins 2016. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta er ekki á vegum RSK og okkur algjörlega óviðkomandi,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum líkt og flestir aðrir. Aðspurður hvort vinnsla sem þessi úr skattskrá sé heimil segir Snorri að það sé í skoðun. Það liggi fyrir í tekjuskattslögum að opinber birting á upplýsingum um álagða skatta samkvæmt skattskrá sé heimil en ekki liggi ljóst fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Þá þurfi einnig að skoða málið í samhengi við nýju persónuverndarlögin, GDPR, sem tóku gildi á árinu. Að auki þurfi að skoða birtingarháttinn en netið var ekki í huga þingsins árið 1984 þegar lögin voru sett. Mál er varða birtingu álagningar- og skattskrár hafa bæði ratað til eftirlitsstofnana sem og dómstóla. Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 1995 kom meðal annars fram að „ótvírætt og óumdeilt“ væri að heimilt væri að birta upplýsingar úr skattskrá. Aðrar reglur giltu hins vegar um álagningarskrár. Árið 2013 komst PSV síðan að þeirri niðurstöðu að CreditInfo væri óheimilt að afrita upplýsingar úr skattskrá með það að markmiði að selja áskrifendum sínum upplýsingarnar. Í gegnum tíðina hafa skattskrár síðan verið gefnar út á bókarformi en téðir útgefendur hafa getað farið til RSK, fengið skrána afhenta, afritað hana og gefið út.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Við höfum fengið ábendingar um þessa síðu og er kunnugt um hana. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Það þurfa að vera til staðar skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri PSV. Félagið Viskubrunnur ehf. stendur að baki síðunni en félagið var upphaflega í eigu KPMG Legal, dótturfyrirtækis KPMG. Í svari frá fyrirtækinu segir að KPMG stofni félög og selji þau viðskiptavinum og Viskubrunnur sé slíkt félag. Eftir að söluna beri KPMG enga ábyrgð. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Jón Ragnar Arnarson, stjórnarmann Viskubrunns og starfsmann A4, og Víði Pétursson, varamann í stjórn, prókúruhafa félagsins og útgefanda þingeyska miðilsins Skarps, bæði í síma og með tölvupósti. Engin svör fengust.
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14