Fundu lyktina af strákunum í hellinum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 15:15 Hersir ræddi við Rick Stanton. vísir/vilhelm Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira