Kanadískar eiginkonur ISIS-liða vilja komast heim Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 13:54 Báðar konurnar sem rætt var við bjuggu með eiginmönnum sínum í Raqqa og flúðu þaðan þegar loftárásir Bandaríkjanna hófust. Vísir/Getty Þrjár konur frá Kanada og sjö börn þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi. Þær vilja allar komast aftur heim til Kanada og sumar þeirra hafa sett sig í samband við embættismenn þar í landi. Það hefur þó ekki borið árangur og er alls ekki víst að yfirvöld Kanada vilji fá konurnar heim yfir höfuð, þó þær séu ríkisborgarar Kanada. Vandinn er sá að þær ferðuðust allar til Sýrlands og Írak og gengu til liðs við Íslamska ríkið. Kanadíski miðillinn Global News hefur á undanförnum dögum birt fréttaröð um kanadíska ISIS-liða og nú síðast í gær var fjallað um hóp kvenna frá Kanada sem gengu til liðs við Íslamska ríkið með kærustum og eiginmönnum sínum, eða fóru til Sýrlands og Írak og giftust vígamönnum þar.Áætlað er að um 500 erlendar konur séu í haldi Kúrda og þar að auki eru um þúsund stúlkur einnig í haldi.Óttast að deyja Ein kvennanna tveggja sem rætt var við er 26 ára gömul og frá Toronto. Hún segist óttast að deyja í Sýrlandi. Hún var gift vígamanni ISIS frá Líbanon og var handsömuð af SDF (regnhlífarsamtökum Kúrda og bandamanna þeirra) í desember. Hún ræddi við embættismann í Kanada fyrir nokkrum mánuðum síðan um að komast heim en hefur engin svör fengið. „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama,“ sagði hún við Global News.Lét plata sig Önnur konar, 23 ára með tvö börn, sló á svipaða strengi. Hún var gift vígamanni frá Þýskalandi og hafði einnig samband við yfirvöld í Kanada, án þess að fá svör. Hún segir konurnar vera að missa vonina vegna aðgerðarleysis yfirvalda í Kanada. Báðar konurnar sem GN ræddu við segjast ekki hafa tekið þátt í átökum og ódæðum ISIS. Þær hafi einungis verið heima fyrir. Sú eldri segir eiginmann sinn, sem hún kynntist á netinu, hafa platað sig til að ferðast til Sýrlands. „Ég var bara kona sem fór með eiginmanni mínum. Ég meiddi engan. Ég skaut engan. Ég myrti engan. Ég gerði engum neitt. Það versta sem ég gerði var að fara til Sýrlands. Það er það stærsta. Ég kann ekki einu sinni að skjóta úr byssu, ég veit ekki neitt,“ sagði hún. Hún kynntist manni sínum á netinu og segir hann hafa beðið hana um að koma til Istanbúl, sem hún gerði í nóvember 2014. Þegar hún kom þangað segist hún hafa hitt mann sem hún hélt að myndi flytja sig til Líbanon að hitta eiginmann sinn. Hann fór hins vegar með hana til Sýrlands.Hún bjó í Raqqa og eignaðist dóttur. Hún segist sjaldan sem aldrei hafa farið út og hún hafi ekki vitað af ódæðum ISIS-liða. Hún var ólétt af þriðja barni sínu þegar Bandaríkin byrjuðu loftárásir á Raqqa og ákvað hún þá að reyna að komast aftur til Kanada. „Ég hélt að ég gæti farið aftur, fætt barnið og byrjað upp á nýtt. Ég veit að Kanadamenn eru öðruvísi en aðrir. Þeir trúa á að gefa fólki annað tækifæri.“ Hún lagði af stað í desember og ætlaði sér að komast til Tyrklands. Hún var hins vegar handsömuð af Kúrdum á leiðinni og færð í fangelsi.Fór ein til Sýrlands Sú yngri segist hafa orðið heittrúuð í Montreal, þar sem hún bjó. Að endingu hafi hún ákveðið að ferðast til Sýrlands og lifa undir „lögum Allah“. Hún flaug til Tyrklands og fór þaðan til Jarbalus þar sem hún bjó með öðrum konum. Hún segist ekki hafa fengið að fara úr húsi án þess að vera í fylgd karlmanns. Þá hafi hún uppgötvað að hún þyrfti að gifta sig. „Þeir neyða þig ekki til þess en ef þú giftir þig ekki, færðu aldrei að fara út úr þessu húsi,“ sagði hún. Hún segir þýskan ISIS-liða hafa komið í húsið og spurt hvort að einhver kvennanna hafi viljað giftast honum. Hún gerði það og fór með honum til Raqqa. Líf hennar virtist eðlilegt, segir hún, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum og þau eignuðust dóttur. Hún segist aldrei hafa orðið vitni að ódæðum ISIS en á endanum hafi loftárásir Bandaríkjanna á Raqqa byrjað og hún hafi áttað sig á því að hún byggi á vígvelli. Þá var hún ólétt af öðru barni sínu og ákváðu þau hjón að fara til Mosul í Írak. Þaðan fóru þau svo aftur til Sýrlands þegar Mosul féll. „Á endanum ferðuðumst við borga á milli því þær voru allar eyðilagðar og við urðum að flýja.“Hættu að svara henni Hún segir móður sína hafa skipulagt heimferð hennar til Kanada. Hún hafi ætlað að komast til Tyrklands með smyglara og þaðan heim. Það gekk þó ekki eftir og hún endaði í haldi Kúrda og eignaðist seinna barn sitt í fangelsi. Hún ræddi einnig við kanadíska embættismenn sem spurðu hana hvort hún vildi koma aftur í gegnum Írak eða Tyrkland. Allt hafi litið vel út og síðan hafi hún ekki fengið nein svör nema í gegnum móður sína. Hún staðhæfir að engum stafi ógn af henni. „Ég vil ekki gera neitt. Ég vil bara lifa eðlilegu lífi og vera með börnum mínum. Það er ekkert meira en það. Jafnvel þó að ég verði dæmd í Kanada og send í fangelsi og allt. Mér er alveg sama. Ég vil bara koma börnunum mínum héðan.“ Samkvæmt Kúrdum eru sögur kvennanna svipaðar og annarra sem þeir hafa handsamað.Erfitt að sakfella Auk kvennanna og barnanna er talið að þrír menn frá Kanada séu einnig í haldi Kúrda og mögulega mun sú tala hækka, þar sem SDF vinnur nú að því að reka ISIS frá síðasta yfirráðasvæði samtakanna í Sýrlandi. Embættismenn sýrlenskra Kúrda segja yfirvöld Kanada hafa upprunalega sýnt áhuga á því að fá borgara sína aftur til Kanada og það hafi jafnvel verið búið að sækja um vegabréf fyrir þau. Síðan virðist sem að Kanadamenn hafi hætt við, án þess að útskýra af hverju fyrir Kúrdum. Það gæti að einhverju leyti verið vegna þess hve erfitt hefur reynst að fá ISIS-liða sakfellda fyrir dómi þegar þeir eru komnir aftur heim. Sýrlenskir Kúrdar sitja uppi með hundruð manna og kvenna sem eru frá öðrum ríkjum og enginn virðist vilja fá heim.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Sérfræðingur sem GN ræddi við segir brýnt að koma konunum og börnunum heim til Kanada. Sjö þeirra séu yngri en fimm ára og aðstæður þeirra séu slæmar. Það er þó ljóst að það er ekki mikill vilji til þess. Yfirvöld Kanada telja sig ef til vill ekki hafa burði til að fylgjast með öllu þessu fólki og ríkisstjórn landsins gæti ekki viljað taka á sig pólitískt högg sem gæti fylgt því að flytja þetta fólk heim.Eldri konan sem rætt var við brast í grát þegar hún var að biðja um hjálp. Hún sagðist veik og að það væri ekki hægt að fá mikla hjálp í búðunum sem þeim er haldið í. Þar að auki sé ungur sonur hennar með sýkingu í lungunum. „Ég gerði ekki neitt. Ég get þetta ekki lengur. Þetta er ekki sanngjarnt. Við komum frá einu af besta löndum heimsins og við erum að kveljast. Af hverju? Ég er svo þreytt á þessu,“ sagði hún. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Þrjár konur frá Kanada og sjö börn þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi. Þær vilja allar komast aftur heim til Kanada og sumar þeirra hafa sett sig í samband við embættismenn þar í landi. Það hefur þó ekki borið árangur og er alls ekki víst að yfirvöld Kanada vilji fá konurnar heim yfir höfuð, þó þær séu ríkisborgarar Kanada. Vandinn er sá að þær ferðuðust allar til Sýrlands og Írak og gengu til liðs við Íslamska ríkið. Kanadíski miðillinn Global News hefur á undanförnum dögum birt fréttaröð um kanadíska ISIS-liða og nú síðast í gær var fjallað um hóp kvenna frá Kanada sem gengu til liðs við Íslamska ríkið með kærustum og eiginmönnum sínum, eða fóru til Sýrlands og Írak og giftust vígamönnum þar.Áætlað er að um 500 erlendar konur séu í haldi Kúrda og þar að auki eru um þúsund stúlkur einnig í haldi.Óttast að deyja Ein kvennanna tveggja sem rætt var við er 26 ára gömul og frá Toronto. Hún segist óttast að deyja í Sýrlandi. Hún var gift vígamanni ISIS frá Líbanon og var handsömuð af SDF (regnhlífarsamtökum Kúrda og bandamanna þeirra) í desember. Hún ræddi við embættismann í Kanada fyrir nokkrum mánuðum síðan um að komast heim en hefur engin svör fengið. „Mitt eigið ríki er ekki að gera neitt fyrir mig. Öllum er sama,“ sagði hún við Global News.Lét plata sig Önnur konar, 23 ára með tvö börn, sló á svipaða strengi. Hún var gift vígamanni frá Þýskalandi og hafði einnig samband við yfirvöld í Kanada, án þess að fá svör. Hún segir konurnar vera að missa vonina vegna aðgerðarleysis yfirvalda í Kanada. Báðar konurnar sem GN ræddu við segjast ekki hafa tekið þátt í átökum og ódæðum ISIS. Þær hafi einungis verið heima fyrir. Sú eldri segir eiginmann sinn, sem hún kynntist á netinu, hafa platað sig til að ferðast til Sýrlands. „Ég var bara kona sem fór með eiginmanni mínum. Ég meiddi engan. Ég skaut engan. Ég myrti engan. Ég gerði engum neitt. Það versta sem ég gerði var að fara til Sýrlands. Það er það stærsta. Ég kann ekki einu sinni að skjóta úr byssu, ég veit ekki neitt,“ sagði hún. Hún kynntist manni sínum á netinu og segir hann hafa beðið hana um að koma til Istanbúl, sem hún gerði í nóvember 2014. Þegar hún kom þangað segist hún hafa hitt mann sem hún hélt að myndi flytja sig til Líbanon að hitta eiginmann sinn. Hann fór hins vegar með hana til Sýrlands.Hún bjó í Raqqa og eignaðist dóttur. Hún segist sjaldan sem aldrei hafa farið út og hún hafi ekki vitað af ódæðum ISIS-liða. Hún var ólétt af þriðja barni sínu þegar Bandaríkin byrjuðu loftárásir á Raqqa og ákvað hún þá að reyna að komast aftur til Kanada. „Ég hélt að ég gæti farið aftur, fætt barnið og byrjað upp á nýtt. Ég veit að Kanadamenn eru öðruvísi en aðrir. Þeir trúa á að gefa fólki annað tækifæri.“ Hún lagði af stað í desember og ætlaði sér að komast til Tyrklands. Hún var hins vegar handsömuð af Kúrdum á leiðinni og færð í fangelsi.Fór ein til Sýrlands Sú yngri segist hafa orðið heittrúuð í Montreal, þar sem hún bjó. Að endingu hafi hún ákveðið að ferðast til Sýrlands og lifa undir „lögum Allah“. Hún flaug til Tyrklands og fór þaðan til Jarbalus þar sem hún bjó með öðrum konum. Hún segist ekki hafa fengið að fara úr húsi án þess að vera í fylgd karlmanns. Þá hafi hún uppgötvað að hún þyrfti að gifta sig. „Þeir neyða þig ekki til þess en ef þú giftir þig ekki, færðu aldrei að fara út úr þessu húsi,“ sagði hún. Hún segir þýskan ISIS-liða hafa komið í húsið og spurt hvort að einhver kvennanna hafi viljað giftast honum. Hún gerði það og fór með honum til Raqqa. Líf hennar virtist eðlilegt, segir hún, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum og þau eignuðust dóttur. Hún segist aldrei hafa orðið vitni að ódæðum ISIS en á endanum hafi loftárásir Bandaríkjanna á Raqqa byrjað og hún hafi áttað sig á því að hún byggi á vígvelli. Þá var hún ólétt af öðru barni sínu og ákváðu þau hjón að fara til Mosul í Írak. Þaðan fóru þau svo aftur til Sýrlands þegar Mosul féll. „Á endanum ferðuðumst við borga á milli því þær voru allar eyðilagðar og við urðum að flýja.“Hættu að svara henni Hún segir móður sína hafa skipulagt heimferð hennar til Kanada. Hún hafi ætlað að komast til Tyrklands með smyglara og þaðan heim. Það gekk þó ekki eftir og hún endaði í haldi Kúrda og eignaðist seinna barn sitt í fangelsi. Hún ræddi einnig við kanadíska embættismenn sem spurðu hana hvort hún vildi koma aftur í gegnum Írak eða Tyrkland. Allt hafi litið vel út og síðan hafi hún ekki fengið nein svör nema í gegnum móður sína. Hún staðhæfir að engum stafi ógn af henni. „Ég vil ekki gera neitt. Ég vil bara lifa eðlilegu lífi og vera með börnum mínum. Það er ekkert meira en það. Jafnvel þó að ég verði dæmd í Kanada og send í fangelsi og allt. Mér er alveg sama. Ég vil bara koma börnunum mínum héðan.“ Samkvæmt Kúrdum eru sögur kvennanna svipaðar og annarra sem þeir hafa handsamað.Erfitt að sakfella Auk kvennanna og barnanna er talið að þrír menn frá Kanada séu einnig í haldi Kúrda og mögulega mun sú tala hækka, þar sem SDF vinnur nú að því að reka ISIS frá síðasta yfirráðasvæði samtakanna í Sýrlandi. Embættismenn sýrlenskra Kúrda segja yfirvöld Kanada hafa upprunalega sýnt áhuga á því að fá borgara sína aftur til Kanada og það hafi jafnvel verið búið að sækja um vegabréf fyrir þau. Síðan virðist sem að Kanadamenn hafi hætt við, án þess að útskýra af hverju fyrir Kúrdum. Það gæti að einhverju leyti verið vegna þess hve erfitt hefur reynst að fá ISIS-liða sakfellda fyrir dómi þegar þeir eru komnir aftur heim. Sýrlenskir Kúrdar sitja uppi með hundruð manna og kvenna sem eru frá öðrum ríkjum og enginn virðist vilja fá heim.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Sérfræðingur sem GN ræddi við segir brýnt að koma konunum og börnunum heim til Kanada. Sjö þeirra séu yngri en fimm ára og aðstæður þeirra séu slæmar. Það er þó ljóst að það er ekki mikill vilji til þess. Yfirvöld Kanada telja sig ef til vill ekki hafa burði til að fylgjast með öllu þessu fólki og ríkisstjórn landsins gæti ekki viljað taka á sig pólitískt högg sem gæti fylgt því að flytja þetta fólk heim.Eldri konan sem rætt var við brast í grát þegar hún var að biðja um hjálp. Hún sagðist veik og að það væri ekki hægt að fá mikla hjálp í búðunum sem þeim er haldið í. Þar að auki sé ungur sonur hennar með sýkingu í lungunum. „Ég gerði ekki neitt. Ég get þetta ekki lengur. Þetta er ekki sanngjarnt. Við komum frá einu af besta löndum heimsins og við erum að kveljast. Af hverju? Ég er svo þreytt á þessu,“ sagði hún.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira