Brynjar: Þurfum að láta dómarana vera Árni Jóhannsson skrifar 11. október 2018 23:15 Brynjar fór í herbúðir Tindastóls í sumar vísir/bára Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00