Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2018 21:45 Páll Guðmundsson leikur á eina af steinhörpum sínum, sem jafnframt er myndlistarverk um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29