Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2018 21:45 Páll Guðmundsson leikur á eina af steinhörpum sínum, sem jafnframt er myndlistarverk um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. Páll vill síður senda náttúruhljóðfærin úr landi og verða áhugasamir því að koma í Húsafell. Fjallað var um Pál í þættinum „Um land allt” og í fréttum Stöðvar 2. Sextíu manna hópur nemenda og kennara frá tónlistarskóla í Cuxhaven í Þýskalandi og frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heimsótti Pál á Húsafelli í ungmennaverkefni styrkt af Erasmus að kynnast náttúruhljóðum. „Þetta var ótrúleg upplifun að vera þarna inni. Við erum að kynnast öllum þessum steinhörpum, sem eru bara gerð úr náttúrunni, þessi hljóðfæri, - flautum úr rabbabarastönglum. Páll Guðmundsson er náttúrlega sérfræðingur í þessu,” segir Ármann Helgason, kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Mesta athygli vekur fjórtán metra steinharpa en hljómsveitin Sigur Rós er meðal þeirra sem fengið hafa að nota hana í tónlist sinni.Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Páll er svo sem ekkert að leitast eftir einhverjum fjölda af fólki, - frekar skemmtilegri verkefnum, eins og við höfum verið að fá hérna. Við erum búnir að vera með Muse hérna, Radiohead, - og allskonar snillinga sem eru að heimsækja Ísland. Þeir vilja koma og hitta Pál,” segir Helgi Eiríksson, lýsingarhönnuður í Lumex og bóndi á Kolstöðum. Helgi er hópi vina Páls sem gerst hafa bakhjarlar hans með því að byggja upp aðstöðu fyrir hann á Húsafelli til listsköpunar og til að varðveita listaverk hans. „Við höfum séð fyrir okkur í framtíðinni að þá komi tónlistarfólk allsstaðar að úr heiminum, sem það gerir nú þegar, og muni halda hérna svolítið sérstaka tónleika. Við erum farin að finna það að það er mikið sótt í Pál. Flestir vilja fá hörpurnar til útlanda til að nota í kvikmyndaverkefnum og hinu og þessu. En Páll kærir sig ekki um það. Þannig að ef menn vilja nota tónana þá verða þeir bara að koma til Íslands. Og það hefur margoft gerst hérna,” segir Helgi.Páll leikur á fjórtán metra langa steinhörpu. Hljómsveitin Sigur Rós notaði hljóðfærið í tónverkinu Hrafnagaldur Óðins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll býr til flautur úr rabbabara og steinhörpurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. En hvernig fer listamaðurinn að því að finna alla þessa steina sem gefa frá sér mismunandi tóna? Svar Páls er Biblíutilvitnun: „Leitið og þér munuð finna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar. 16. október 2012 11:29