Lífið

Útvarp 101 fer í loftið á fimmtudaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðal dagskrárgerðafólks 101 má nefna Aron Má Ólafsson, Sögu Garðarsdóttur, Unnstein Manuel Stefánsson, Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur, Sigurbjart Sturlu Atlason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Birnu Maríu Másdóttur og Loga Pedro Stefánsson.
Meðal dagskrárgerðafólks 101 má nefna Aron Má Ólafsson, Sögu Garðarsdóttur, Unnstein Manuel Stefánsson, Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur, Sigurbjart Sturlu Atlason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Birnu Maríu Másdóttur og Loga Pedro Stefánsson.
Ný útvarpsstöð er á leiðinni í loftið og ber hún heitið Útvarp 101 eins og fram kemur í tilkynningu á Facebook.

Stöðin fer í loftið 1. nóvember en Útvarp 101 samanstendur af vinum og kunningjum sem starfað hafa við tónlistarútgáfu, fjölmiðla, framleiðslu og aðra listsköpun síðastliðin ár.

Markmið stöðvarinnar er að gera poppkúltur, listum og málefnum unga fólksins hærra undir höfði hér á landi.

Útvarp 101 mun halda úti útvarpsútsendingu dag og nótt ásamt því að miðla ferskustu fréttunum og vönduðu dagskrárefni á netinu.

„Hópurinn hefur verið að vinna við allskyns framleiðslu, útgáfu og öðrum listtengdum hlutum í gegnum tíðina,“ segir Egill Ástráðsson markaðsstjóri 101 Útvarps.

„Þessi draumur hefur lengi blundað í okkur að hafa okkar eigin vettvang í miðlun á nýrri tónlist, poppkúltúr og dægurmenningu. Við fengum til liðs við okkur ótrúlegan hóp af hæfileikaríku fólki. Við erum gífurlega vel mönnuð allt frá klippiborðinu að hljóðnemanum, enda ætlum við að framleiða efni fyrir alla miðla og vera með dálítið nýja nálgun á hvaða það þýðir að vera fjölmiðill á 21. öldinni.“

Meðal dagskrárgerðafólks 101 má nefna Aron Má Ólafsson, Sögu Garðarsdóttur, Unnstein Manuel Stefánsson, Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur, Sigurbjart Sturlu Atlason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Birnu Maríu Másdóttur og Loga Pedro Stefánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.