Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 10:30 Stefan Löfven hefur freistað þess að mynda nýja ríkisstjórn á síðustu dögum. AP/Janerik Henriksson Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26