Myglað hús með ónýtu þaki og „mjög miklum músagangi“ falt á níu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2018 08:49 Húsið stendur á leigulóð sem telur 900 fermetra. Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni. Hús og heimili Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni.
Hús og heimili Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira