„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 22:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45