Brynhildur og Heimir selja íbúð í Sigvaldahúsi á tæplega hundrað milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2018 14:00 Falleg eign í Vesturbænum. Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafa sett hæð sína við Dunhaga á sölu en ásett verð er 98,9 milljónir. Húsið er eftir Sigvalda Thordarson og einkennist eignin af mögnuðu útsýni yfir Vesturbæinn en mbl.is greindi fyrst frá. Fallegur blár litur fær að njóta sín í íbúðinni en liturinn heitir einfaldlega Brynhildarblár og er skírður í höfuðið á leikkonunni, en hægt er að kaupa litinn í Slippfélaginu. Mikil lofthæð er í íbúðinni eða um 3,6 metrar og hefur íbúðin verið mikið endurbætt á undanförnum árum. Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda. Eignin er um tvö hundruð fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1957. Tvær útleigueiningar fylgja eigninni. Búið er að útbúa tveggja herbergja íbúð þar sem gert var ráð fyrir bílskúr, en hann hefur aldrei verið nýttur sem slíkur. Plastparket á gólfi í stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, salerni og handlaug. Baðherbergið var standsett 2015. Að auki er útleiguherbergi á jarðhæð. Á sameignargangi er lítið eldhús og snyrtilegt baðherbergi sem er sameiginlegt með öðru herbergi í eigu annarrar íbúðar. Fasteignamat eignarinnar er 74,4 milljónir.Fallegt Sigvaldahús.Skemmtileg setustofa með arinn.Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.Falleg borðstofa þar sem útgengt er út á fallegar svalir.Skemmtileg tenging milli borðstofu og eldhússins.Fallegt eldhús.Baðherbergið snyrtilegt.Útsýnið frábært.Listamaðurinn Loji Höskuldsson heldur úti myndabloggi um arkitektinn Sigvalda Thordarson á Instagram-reikningi sínum. Hér má sjá innlegg hans um umrædda byggingu. View this post on Instagram#dunhagi19til21 elska þetta hús, það er svo fáránlegt útlýtandi en samt á sama tíma svo glæsilegt. Það er líka eitthvað svo einhvernveginn og á sama tíma er ég að reyna átta mig á því, sexhyrndir gluggar??? Og þessar einu svalir framan á húsinu??? Og hurðirnar eru eins og... Æhhh þær eru bara skrýtnar, sjón er sögu ríkari! Húsið lýtur út fyrir mér eins og pínu brandari, sardónískur #sigvaldithordarson ! Húsið lætur mig klóra mig í hausnum og jafnframt er þetta eitt af mínum uppáhalds! Húsið teiknað #árið1955 í #107rvk_sigvaldi A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) on Nov 30, 2015 at 9:43pm PST Hús og heimili Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafa sett hæð sína við Dunhaga á sölu en ásett verð er 98,9 milljónir. Húsið er eftir Sigvalda Thordarson og einkennist eignin af mögnuðu útsýni yfir Vesturbæinn en mbl.is greindi fyrst frá. Fallegur blár litur fær að njóta sín í íbúðinni en liturinn heitir einfaldlega Brynhildarblár og er skírður í höfuðið á leikkonunni, en hægt er að kaupa litinn í Slippfélaginu. Mikil lofthæð er í íbúðinni eða um 3,6 metrar og hefur íbúðin verið mikið endurbætt á undanförnum árum. Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda. Eignin er um tvö hundruð fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1957. Tvær útleigueiningar fylgja eigninni. Búið er að útbúa tveggja herbergja íbúð þar sem gert var ráð fyrir bílskúr, en hann hefur aldrei verið nýttur sem slíkur. Plastparket á gólfi í stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, salerni og handlaug. Baðherbergið var standsett 2015. Að auki er útleiguherbergi á jarðhæð. Á sameignargangi er lítið eldhús og snyrtilegt baðherbergi sem er sameiginlegt með öðru herbergi í eigu annarrar íbúðar. Fasteignamat eignarinnar er 74,4 milljónir.Fallegt Sigvaldahús.Skemmtileg setustofa með arinn.Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda.Falleg borðstofa þar sem útgengt er út á fallegar svalir.Skemmtileg tenging milli borðstofu og eldhússins.Fallegt eldhús.Baðherbergið snyrtilegt.Útsýnið frábært.Listamaðurinn Loji Höskuldsson heldur úti myndabloggi um arkitektinn Sigvalda Thordarson á Instagram-reikningi sínum. Hér má sjá innlegg hans um umrædda byggingu. View this post on Instagram#dunhagi19til21 elska þetta hús, það er svo fáránlegt útlýtandi en samt á sama tíma svo glæsilegt. Það er líka eitthvað svo einhvernveginn og á sama tíma er ég að reyna átta mig á því, sexhyrndir gluggar??? Og þessar einu svalir framan á húsinu??? Og hurðirnar eru eins og... Æhhh þær eru bara skrýtnar, sjón er sögu ríkari! Húsið lýtur út fyrir mér eins og pínu brandari, sardónískur #sigvaldithordarson ! Húsið lætur mig klóra mig í hausnum og jafnframt er þetta eitt af mínum uppáhalds! Húsið teiknað #árið1955 í #107rvk_sigvaldi A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) on Nov 30, 2015 at 9:43pm PST
Hús og heimili Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira