Ráðherra segir göng að Bakka víst á forræði Vegagerðarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. október 2018 06:00 Ólíkur skilningur í ráðuneytum Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fréttablaðið/Anton Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Vegagerðin á að fara með veghald ganga milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, enda sé vandséð hver annar eigi að fara með það. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að óvissa væri um hver eigi að hafa umsjón með rekstri Húsavíkurhöfðaganga. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði stofnuninni óheimilt að þjónusta göngin því þau séu ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð sé leyfð um þau. Vegagerðin kom þessu sjónarmiði á framfæri við byggðarráð Norðurþings og kvaðst hætta afskiptum af göngunum 1. nóvember. Þessi skilningur Vegagerðarinnar er þvert á túlkun atvinnuvegaráðuneytisins. Ríkið sé eigandi ganganna, óháð því hvort litið sé á þau sem þjóðveg eða einkaveg, enda geti ríkið einnig átt einkavegi. Ríkið hafi látið byggja veginn og Vegagerðinni verið falin framkvæmdin og veghaldið í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Í lögum um heimild til uppbyggingar innviða vegna áforma um atvinnustarfsemi í landi Bakka við Húsavík, sem sett voru árið 2013, var gert ráð fyrir að ríkið stæði fyrir gerð vegtengingar og jarðganga milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins sem nýst gæti hverju því fyrirtæki sem hefur starfsemi á lóðinni. „Af hálfu stjórnvalda var ekki ætlunin að í því fælist sérstök opinber ívilnun heldur að göngin væru hluti af vegakerfi landsins,“ segir í yfirlýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til Fréttablaðsins.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.Samgönguráðuneytið beri ábyrgð á viðhaldi og rekstri samgöngukerfisins. Alþingi hafi veitti Vegagerðinni fjárheimildir til að annast og fjármagna verkefnið. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka eigi að falla undir ramma sem samgöngumál fái í fjárlögum. „Með vísan til framangreinds hefur það verið mat atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá upphafi að Vegagerðin eigi að fara með umrætt veghald, lögum samkvæmt. Vandséð er hvaða annar aðili ætti að fara með það.“ Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er árlegur kostnaður við veghald vegtengingarinnar 25 milljónir króna og tekur meðal annars til raflýsingar og snjóhreinsunar. Þungum áhyggjum af óvissu um rekstur ganganna er lýst í bókun byggðarráðs Norðurþings um erindi forstjóra Vegagerðarinnar, enda vetur á næstu grösum og allra veðra von. Án ganganna gætu þungaflutningar þurft að fara í gegnum Húsavík með tilheyrandi ónæði og slysahættu eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, á föstudaginn. Málið hefur nokkrum sinnum verið rætt í ríkisstjórn að frumkvæði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í því skyni að fá það á hreint hver eigi að annast veghald vegtengingarinnar og að tryggðir séu fjármunir til þess. Engin niðurstaða er þó komin í málið. Ekki hefur fengist viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegna stöðunnar við Húsavíkurhöfðagöng þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir frá því í síðustu viku
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Rekstur Bakkaganga í uppnámi Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum. 19. október 2018 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent