99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:06 Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna. Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna.
Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira