Palestínsk yfirvöld sögð pynta gagnrýnendur og andstæðinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 13:06 Meðlimir í öryggissveitum sem eru hliðhollar Hamas á bæn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq. Palestína Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq.
Palestína Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira