Hyggst leggja fram frumvarp vegna lögbanns á deilisíður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 19:45 Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52
Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50