„Þetta er spurning um fullkomnun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:22 Valgerður Sigfinnsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir mynd/kristinn arason Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir. Fimleikar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Fimleikar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira