„Þetta er spurning um fullkomnun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:22 Valgerður Sigfinnsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir mynd/kristinn arason Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir. Fimleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Fimleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira