Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 11:38 Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. Getty/Tristan Fewings Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson. Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson.
Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira