Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 10:02 Myndin var tekin í afgreiðslu Spalar þegar veglykli var skilað á dögunum og allt gekk samkvæmt áætlun. Spölur Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05