Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 11:30 Þorgerður Anna Atladóttir og Ásgeir Jónsson voru sérfræðingar í uppgjörsþætti fyrstu sjö umferðar Olís-deildar kvenna. vísir Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti