Engin undanskot og enginn skandall segir skiptastjóri Prime Tours Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Prime Tours. „Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30
Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45