Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Hrafnhildur Skúladóttir er í öðru sæti með Eyjaliðið. vísir/vilhelm Eitt af umræðuefnum Lokaskotsins í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp var fámenni kvenna í þjálfunarstéttinni. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem stýrir liði í efstu deild handboltans en hún er að gera góða hluti með Eyjaliðið sem getur farið alla leið í vetur. En, hvar eru hinar konurnar? „Það eru nokkrar konur aðstoðarþjálfarar eins og Harpa Melsteð hjá Haukum og Rakel Dögg hjá Stjörnunni. Ég á mjög erfitt með að svara þessu. Ætli strákarnir fái forgang og þyki kannski vera með meiri gæði. Ég veit ekki hvað málið er,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, var aðstoðarmaður Hrafnhildar í Eyjum í fyrra en saman komu þau liðinu í undanúrslit deildar og bikars. „Ég held að konur megi gera sig breiðari í þessu almennt. Ég er ekki að setja ábyrgðina yfir á þær en í stjórnarstöðum, ábyrgðarstöðum og þjálfun eiga þær að sækja fram og vera óhræddar við það,“ segir Ásgeir. „Ég er gríðarlega stoltur af Hröbbu. Það er heiður að hafa unnið með henni. Hún var leiðtogi á vellinum og er það líka sem þjálfari. Það má taka sér hana til fyrirmyndar.“ „Hrabba fór úr öskunni í eldinn, beint úr því að vera leikmaður í að þjálfa og ég vona að fleiri landsliðskonur af hennar kynslóð hafi sjálfstraust pg kjark til þess að gera það líka og láta til sín taka,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan en einnig var rætt um nýliða deildarinnar og hver er besti markvörðurinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Eitt af umræðuefnum Lokaskotsins í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp var fámenni kvenna í þjálfunarstéttinni. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem stýrir liði í efstu deild handboltans en hún er að gera góða hluti með Eyjaliðið sem getur farið alla leið í vetur. En, hvar eru hinar konurnar? „Það eru nokkrar konur aðstoðarþjálfarar eins og Harpa Melsteð hjá Haukum og Rakel Dögg hjá Stjörnunni. Ég á mjög erfitt með að svara þessu. Ætli strákarnir fái forgang og þyki kannski vera með meiri gæði. Ég veit ekki hvað málið er,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, var aðstoðarmaður Hrafnhildar í Eyjum í fyrra en saman komu þau liðinu í undanúrslit deildar og bikars. „Ég held að konur megi gera sig breiðari í þessu almennt. Ég er ekki að setja ábyrgðina yfir á þær en í stjórnarstöðum, ábyrgðarstöðum og þjálfun eiga þær að sækja fram og vera óhræddar við það,“ segir Ásgeir. „Ég er gríðarlega stoltur af Hröbbu. Það er heiður að hafa unnið með henni. Hún var leiðtogi á vellinum og er það líka sem þjálfari. Það má taka sér hana til fyrirmyndar.“ „Hrabba fór úr öskunni í eldinn, beint úr því að vera leikmaður í að þjálfa og ég vona að fleiri landsliðskonur af hennar kynslóð hafi sjálfstraust pg kjark til þess að gera það líka og láta til sín taka,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan en einnig var rætt um nýliða deildarinnar og hver er besti markvörðurinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira