Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 "Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Vísir/AP „Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
„Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38