Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gróðureldar í Kaliforníu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal.