Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur. Heilbrigðismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur.
Heilbrigðismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira