Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 11:30 Eggert Gunnþór í baráttunni á móti Sviss á EM U21 2011. vísir/getty Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00