Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:09 Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig. Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig.
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30