Frítt að borða í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Brynjólfur Sigurðsson, matráður í Aratungu í Bláskógabyggð sem eldar ofan í leik og grunnskólabörnin á staðnum. Jóna Kolbrún Kjartansdóttir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira