Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:36 Frá fundi Kim og Trump í Singapúr. AP/Susan Walsh Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það. Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það.
Norður-Kórea Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira