Borgin ýtir á eftir fé í borgarlínu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Umferðin er gjarnan þung á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira