Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Andri Eysteinsson skrifar 12. nóvember 2018 23:20 Aang San Suu Kyi tók við verðlaununum úr hendi Bono og Shalil Shetty í Dublin árið 2012. EPA/ Mark Stedman Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur verið svipt æðstu verðlaunum sem mannréttindasamtökin Amnesty International veita. Guardian greinir frá. Í yfirlýsingu frá Amnesty International segir að Aung San Suu Kyi sé ekki lengur tákn vonar og vegna aðgerðarleysis hennar á meðan Róhingjar í Mjanmar eru ofsóttir og tjáningarfrelsi er skert hafi samtökin ákveðið að svipta hana verðlaununum „Sendiherra Samviskunnar“ (e. Ambassador of Conscience) sem er æðsti heiður sem Amnesty veitir. Hlaut verðlaunin í stofufangelsi Verðlaunin hlaut Aung San Suu Kyi árið 2009 á meðan hún dvaldi í stofufangelsi. Irene Khan, þáverandi aðalritari Amnesty International kallaði hana á þeim tíma tákn vonar og hugrekkis. Khan hrósaði henni fyrir störf hennar við vernd mannréttinda. Kumi Naidoo, núverandi aðalritari Amnesty, skrifaði í bréfi til Aung San að hún stæði ekki lengur undir titlinum sem henni hafði verið veittur. Naidoo vísaði í áðurnefnt aðgerðaleysi hennar á meðan að á þjóðarhreinsun á Róhingja múslimum hefur staðið yfir í Mjanmar síðan 2017. Verðlaun Amnesty eru ekki einu verðlaunin sem Aung San Suu Kyi hefur verið svipt. Hún hefur einnig verið svipt Elie Weisel verðlaunum bandaríska helfararsafnsins sem og borgarverðlaunum fjögurra borga í Bretlandi. Asía Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur verið svipt æðstu verðlaunum sem mannréttindasamtökin Amnesty International veita. Guardian greinir frá. Í yfirlýsingu frá Amnesty International segir að Aung San Suu Kyi sé ekki lengur tákn vonar og vegna aðgerðarleysis hennar á meðan Róhingjar í Mjanmar eru ofsóttir og tjáningarfrelsi er skert hafi samtökin ákveðið að svipta hana verðlaununum „Sendiherra Samviskunnar“ (e. Ambassador of Conscience) sem er æðsti heiður sem Amnesty veitir. Hlaut verðlaunin í stofufangelsi Verðlaunin hlaut Aung San Suu Kyi árið 2009 á meðan hún dvaldi í stofufangelsi. Irene Khan, þáverandi aðalritari Amnesty International kallaði hana á þeim tíma tákn vonar og hugrekkis. Khan hrósaði henni fyrir störf hennar við vernd mannréttinda. Kumi Naidoo, núverandi aðalritari Amnesty, skrifaði í bréfi til Aung San að hún stæði ekki lengur undir titlinum sem henni hafði verið veittur. Naidoo vísaði í áðurnefnt aðgerðaleysi hennar á meðan að á þjóðarhreinsun á Róhingja múslimum hefur staðið yfir í Mjanmar síðan 2017. Verðlaun Amnesty eru ekki einu verðlaunin sem Aung San Suu Kyi hefur verið svipt. Hún hefur einnig verið svipt Elie Weisel verðlaunum bandaríska helfararsafnsins sem og borgarverðlaunum fjögurra borga í Bretlandi.
Asía Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15