Lífið

Hvaða sundlaug er sú besta á landinu?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýja Sundhöll Reykjavíkur.
Nýja Sundhöll Reykjavíkur. Vísir/Anton Brink
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hjörvar Hafliðason og Ríkharð Óskar Guðnason í Brennslunni á FM 957 ræddu í morgun um það hvaða sundlaug væri besta sundlaug landsins.

Á dögunum stofnuðu þeir Facebook-síðuna Brennslu Tips og var þetta meðal annars til umræðu á þeirri síðu.

Hlustendur hafa verið duglegir að tjá sig um málið á síðunni og hringdu nokkrir inn í morgun til að segja sitt álit.

Þær sundlaugar sem eru í umræðunni eru Sundhöll Reykjavíkur, Salalaugin, Sundlaugin í Stykkishólmi, Sundlaugin á Hofsósi, Sundlaug Vestmannaeyja, Álftaneslaugin, Miðbæjarlaugin í Kópavogi, Breiðholtslaug, Sundlaugin í Keflavík, Árbæjarlaugin og fleiri.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna um bestu laug landsins í Brennslunni í morgun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.