Víti í Vestmannaeyjum vann til verðlauna vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 18:47 Úr myndinni Víti í Vestmannaeyjum. Sagafilm Íslenska kvikmyndin „Víti í Vestmannaeyjum“ hlaut verðlaun barnadómnefndar alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Bandaríkjunum í gær. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hefur fengið.Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Chicago er sögð elsta kvikmyndahátíð sem ætluð er börnum í Norður-Ameríku. „Víti í Vestmannaeyjum“, sem gekk undir titlinum „The Falcons“ á ensku, keppti í flokki kvikmynda í fullri lengt og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Sagafilm. Kvikmyndin byggir á samnefndri bók Gunnars Helgasonar og fjallar um tíu ára gamlan dreng sem fer með liðsfélögum sínum í knattspyrnuliðinu Fálkum í keppnisferð til Vestmannaeyja. Bragi Þór Hinriksson leikstýrði myndinni og Sagafilm framleiddi. Um 35.000 manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum fyrr á árinu. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Íslenska kvikmyndin „Víti í Vestmannaeyjum“ hlaut verðlaun barnadómnefndar alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Bandaríkjunum í gær. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hefur fengið.Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Chicago er sögð elsta kvikmyndahátíð sem ætluð er börnum í Norður-Ameríku. „Víti í Vestmannaeyjum“, sem gekk undir titlinum „The Falcons“ á ensku, keppti í flokki kvikmynda í fullri lengt og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Sagafilm. Kvikmyndin byggir á samnefndri bók Gunnars Helgasonar og fjallar um tíu ára gamlan dreng sem fer með liðsfélögum sínum í knattspyrnuliðinu Fálkum í keppnisferð til Vestmannaeyja. Bragi Þór Hinriksson leikstýrði myndinni og Sagafilm framleiddi. Um 35.000 manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum fyrr á árinu.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira