Körfuboltakvöld: Algjört ráðaleysi hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 12:30 Stjörnuliðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu fyrir tímabilið s2 sport Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ
Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira