Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Banksy vakti ávallt athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA „Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það. Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
„Þetta var bara til mín, þannig var það skilgreint, að þetta var persónulega ætlað mér,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulistamanninum heimsþekkta Banksy, þegar hann var borgarstjóri. Myndin prýddi borgarstjóraskrifstofu Jóns, að kröfu listamannsins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Nýverið birti Jón Gnarr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að myndin, sem telja má einstaka, prýðir nú vegg á heimili hans. Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við vefinn The Rumpus berst verkið á skrifstofu hans í tal. Þar upplýsir Jón að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Hann hafi fengið jákvætt svar frá talskonu listamannsins, gegn því skilyrði að hún myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Banksy virðist því hafa verið upplýstur um að þarna hafi borgarstjóri Reykjavíkur verið að óska eftir mynd, en strangar reglur gilda um gjafir sem kjörnir fulltrúar mega þiggja. Kveðið er á um það í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Aðspurður kveðst Jón hins vegar ekki hafa óskað eftir myndinni í krafti borgarstjóraembættisins.Banksy í stofunni. Twitter/Jón Gnarr„Nei, það var ekkert. Ég hafði samband við hann og óskaði eftir að fá verk frá honum og eftirlét honum með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann gerir það voða sjaldan. Hann gefur yfirleitt ekki verk,“ segir Jón. Hann segir að þegar upp var staðið, hafi enginn vafi leikið á því að verkið tilheyrði honum en ekki embættinu. „Það var enginn í neinum vafa um að þetta var eitthvað sem tilheyrði mér og hafði ekkert með það að gera að ég væri borgarstjóri. Það er voða mikið prótókol á því hvað þú mátt þiggja af gjöfum, en sem einstaklingur máttu alveg fá gjafiir. Það var aldrei skilningur neins að þetta væri einhverjum vafa undirorpið. Hefði ég haldið að það væri einhver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þegið það.“ Miðað við stærð verksins og sérstöðu má áætla að það sé hæglega milljónavirði sé miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. Jón kveðst þó aldrei hafa látið meta það.
Banksy og Jón Gnarr Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira