Eiginmaðurinn, Arnold Berdon, sem einnig er MMA-bardagakappi, var upprunalega ákærður fyrir tilraun til manndráps. Þeirri kæru hefur nú verið breytt í líkamsárás.
Það stórsá á Ostovich sem þurfti að leggjast inn á sjúkrahús til þess að fá bót meina sinna. Bardaganum var aflýst en nú er hann kominn aftur á dagskrá. Ostovich vildi aldrei aflýsa bardaganum.
VanZant fagnaði því að bardaginn væri aftur kominn á dagskrá og peppaði einnig komandi andstæðing sinn.
FIGHT STILL ON!!!!! I couldn’t be more great full to @rachaelostovich Yes we are going to war with each other in the cage, but I stand by her side with her ongoing battle at home. Let’s put on a fight and show these people how strong we are. #GirlPower#UFCpic.twitter.com/DDfNDV65jt
— Paige VanZant (@paigevanzant) November 27, 2018
Málið gegn Berdon verður tekið fyrir í Honolulu þann 18. desember næstkomandi en bardagi Ostovich og VanZant fer fram þann 19. janúar.