Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 23:46 Kristinn Hrafnsson. Vísir Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48